Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 18:30 Um er að ræða húsin tvö lengst til hægri á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira