Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 18:30 Um er að ræða húsin tvö lengst til hægri á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira