Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 18:30 Um er að ræða húsin tvö lengst til hægri á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna.Um er að ræða fjöleignahús sem samanstendur af tveimur íbúðarblokkum, byggðar ofan á bílakjallara, sem hvor um sig eru þrjú stigahús. Meirihluti hússins samanstendur af íbúðum en nokkur verslunarrými eru á jarðhæð hússins nr. 1.Málið má rekja til þess að Fasteignafélagið FM-hús keypti 40 íbúðir í húsinu sem þá var óklárað, árið 2013. Bygging þess hafði hafist árið 2006 en stöðvast vegna Hrunsins árið 2008. Tilgangurinn með kaupunum var að fullklára íbúðirnar og setja í sölu. Sem hluti af kaupunum tók FM-hús að sér að ljúka við frágang sameignar húsanna, án kostnaðar fyrir aðra eigendur í húsinu. Úrbótum lofað en ekkert gerðist Nokkur ár tók að fullklára verkið og þann 2. febrúar 2016 gerði húsfélagið margvíslegar athugasemdir við lokafrágang sameignarinnar. Í samkomulagi sem um lokafrágang sameignarinnar, sem undirritaður var 3. mars sama, var því lýst yfir af hálfu FM-húsa að það myndi bæta úr öllum atriðum sem talin voru upp í athugasemdum húsfélagsins. Athugasemdirnar voru sem fyrr margvíslegar og sneru að leka í bílakjallaranum, dældum í gólfi við bílastæði og inngang, rakaskemmdum, óþéttum hurðum og almennri málningarvinnu í bílakjallaranum, svo dæmi séu tekin. Úrbótum var lofað fyrir 1. maí 2016 en ekkert gerðist. Fundur á milli húsfélagsins og FM-húsa sumarið 2016 skilaði engu og að lokum hafnaði FM-hús að gera frekari úrbætur. Húsfélagið stefndi því fasteignafélaginu. Dómkvaddur matsmaður mat kostnað við lagfæringarnar á 43 milljónir og krafðist húsfélagið að fá þá upphæð greidda.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaBundið af samkomulaginu en bar ekki ábyrgð á öllum göllunum Héraðsdómur Reykjaness hafnaði þeim skýringum FM-húsa að undirritun tveggja stjórnarmanna félagsins undir samkomulag þar sem lofað var úrbótum vegna lokafrágangs sameignarinnar hafi verið persónuleg, og ekki á vegum félagsins. Taldi Héraðsdómur að skýrt kæmi fram í texta skjalsins að stjórnarmennirnir tveir hafi undirritað skjalið sem stjórnarmenn í félaginu. Leit héraðsdómur svo á að FM-hús væri bundið af samkomulaginu sem gert var þann 3. mars 2016 um að ljúka við frágang sameignarinnar. Fór því svo að héraðsdómur dæmdi FM-hús til að greiða 27,3 milljónir vegna málsins til húsfélagsins en héraðsdómur tók ekki undir að FM-hús bæri ábyrgð á öllum þeim göllum sem húsfélagið taldi að þyrfti að laga. Þá þarf FM-hús einnig að greiða málskostnað í málinu, alls 9,1 milljón króna.Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira