Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2019 14:28 Kristín Eysteinsdóttir sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem hún tilkynnti að málinu yrði áfrýjað. Vísir/Egill „Strax í upphafi málsins var tekin sú ákvörðun að virða trúnað við þessa aðila sem leituðu til bæði trúnaðarmanna á vinnustaðnum og stjórnenda innan leikfélagsins og sú afstaða hefur ekki breyst.“ Þetta segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Leikfélags Reykjavíkur þegar hann var spurður hvort stjórn leikfélagsins og Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri, hygðust halda trúnaði við þær konur sem kvörtuðu yfir meintri kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns, þáverandi starfsmanns Borgarleikhússins, þegar málið verður tekið fyrir í Landsrétti. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, voru í gær dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Dómurinn snerist um ákvörðun Kristínar og stjórnar Leikfélagsins að segja Atla Rafni upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Það gerðist í kjölfar þess að Kristínu bárust nokkrar kvartanir undan meinti kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns. „Í því sambandi er líka rétt að geta þess að Persónuvernd hefur nú þegar úrskurðað um það að starfsmaðurinn [Atli Rafn] í þessu tilfelli hefur nú þegar fengið allar þær upplýsingar um þessar kvartanir sem hann á rétt á samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni,“ segir Sigurður sem bætir við að samningsbundinn réttur hans til launa á uppsagnarfresti hefði verið virtur að fullu. Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. „Það var ljóst strax í upphafi að málið væri viðkvæmt og vandmeðfarið og þess vegna var vandað til verka í allri ákvarðanatöku og á endanum var niðurstaðan sú að vinnuverndarlöggjöfin og reglugerð um aðgerðir gegn einelti væri ætlað að vernda einmitt hina meintu þolendur og tryggja vellíðan þeirra og öryggi á vinnustaðnum og það vantar þá umfjöllun í forsendum dómsins.“Segir að eftir standi stórar spurningar og mikil óvissa Sigurður segir að stjórn leikfélagsins hefði tekið ákvörðun um áfrýjun vegna þess að hún telur að dómurinn skapi óvissu um hvernig stjórnendum á almennum vinnumarkaði beri að rækja skyldur sínar um að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. „Hér er auðvitað um að ræða niðurstöðu Héraðsdóms og hún mun þá sæta endurskoðun Landsréttar en í forsendum dómsins er hvorki vikið að hagsmunum þeirra starfsmanna sem kvartað höfðu undan kynferðislegri áreitni né að eðlilegri kröfu þeirra um vellíðan og öryggi á vinnustaðnum sem að vinnuverndarlöggjöfinni gegn einelti er ætlað að vernda.“ Aðspurður hvort þau séu bjartsýn á að Landsréttur snúi niðurstöðu héraðsdóms við segir Sigurður. „Við teljum að í forsendum Héraðsdóms sé ekki gætt að og tekið tillit til þessara skyldna atvinnurekenda til að gæta að hagsmunum annarra starfmanna; hinna meintu þolenda. Þar eru uppi stórar spurningar og að mati leikfélagsins skapar dómurinn óvissu um þessar skyldur; hvort þeim sé yfir höfuð heimilt að taka á móti kvörtunum um viðkvæm mál í trúnaði, hvort hinn meinti gerandi eigi rétt á því að trúnaði við þá sem kvartað hafa skuli brotinn og svo að lokum hvernig bregðast skuli við slíkum ásökunum,“ segir Sigurður. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag. 30. október 2019 22:24 Birna segir mál Atla Rafns, Kristínar og Borgarleikhússins snúið Málið hefur verið rætt á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn. 31. október 2019 14:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
„Strax í upphafi málsins var tekin sú ákvörðun að virða trúnað við þessa aðila sem leituðu til bæði trúnaðarmanna á vinnustaðnum og stjórnenda innan leikfélagsins og sú afstaða hefur ekki breyst.“ Þetta segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Leikfélags Reykjavíkur þegar hann var spurður hvort stjórn leikfélagsins og Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri, hygðust halda trúnaði við þær konur sem kvörtuðu yfir meintri kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns, þáverandi starfsmanns Borgarleikhússins, þegar málið verður tekið fyrir í Landsrétti. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, voru í gær dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. Dómurinn snerist um ákvörðun Kristínar og stjórnar Leikfélagsins að segja Atla Rafni upp störfum í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Það gerðist í kjölfar þess að Kristínu bárust nokkrar kvartanir undan meinti kynferðislegri áreitni og ofbeldi Atla Rafns. „Í því sambandi er líka rétt að geta þess að Persónuvernd hefur nú þegar úrskurðað um það að starfsmaðurinn [Atli Rafn] í þessu tilfelli hefur nú þegar fengið allar þær upplýsingar um þessar kvartanir sem hann á rétt á samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni,“ segir Sigurður sem bætir við að samningsbundinn réttur hans til launa á uppsagnarfresti hefði verið virtur að fullu. Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. „Það var ljóst strax í upphafi að málið væri viðkvæmt og vandmeðfarið og þess vegna var vandað til verka í allri ákvarðanatöku og á endanum var niðurstaðan sú að vinnuverndarlöggjöfin og reglugerð um aðgerðir gegn einelti væri ætlað að vernda einmitt hina meintu þolendur og tryggja vellíðan þeirra og öryggi á vinnustaðnum og það vantar þá umfjöllun í forsendum dómsins.“Segir að eftir standi stórar spurningar og mikil óvissa Sigurður segir að stjórn leikfélagsins hefði tekið ákvörðun um áfrýjun vegna þess að hún telur að dómurinn skapi óvissu um hvernig stjórnendum á almennum vinnumarkaði beri að rækja skyldur sínar um að tryggja vellíðan og öryggi starfsfólks. „Hér er auðvitað um að ræða niðurstöðu Héraðsdóms og hún mun þá sæta endurskoðun Landsréttar en í forsendum dómsins er hvorki vikið að hagsmunum þeirra starfsmanna sem kvartað höfðu undan kynferðislegri áreitni né að eðlilegri kröfu þeirra um vellíðan og öryggi á vinnustaðnum sem að vinnuverndarlöggjöfinni gegn einelti er ætlað að vernda.“ Aðspurður hvort þau séu bjartsýn á að Landsréttur snúi niðurstöðu héraðsdóms við segir Sigurður. „Við teljum að í forsendum Héraðsdóms sé ekki gætt að og tekið tillit til þessara skyldna atvinnurekenda til að gæta að hagsmunum annarra starfmanna; hinna meintu þolenda. Þar eru uppi stórar spurningar og að mati leikfélagsins skapar dómurinn óvissu um þessar skyldur; hvort þeim sé yfir höfuð heimilt að taka á móti kvörtunum um viðkvæm mál í trúnaði, hvort hinn meinti gerandi eigi rétt á því að trúnaði við þá sem kvartað hafa skuli brotinn og svo að lokum hvernig bregðast skuli við slíkum ásökunum,“ segir Sigurður.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Tengdar fréttir Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10 Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag. 30. október 2019 22:24 Birna segir mál Atla Rafns, Kristínar og Borgarleikhússins snúið Málið hefur verið rætt á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn. 31. október 2019 14:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. 30. október 2019 16:10
Leikfélagið ætlar að áfrýja dómi vegna Atla Rafns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni Sigurðssyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar í dag. 30. október 2019 22:24
Birna segir mál Atla Rafns, Kristínar og Borgarleikhússins snúið Málið hefur verið rætt á fundi norræna leikararáðsins í Kaupmannahöfn. 31. október 2019 14:00
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14