„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 14:38 Atli Rafn ásamt lögmanni sínum, Einari Þór Sverrissyni, við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. Málið hafi verið ömurlegt og með dómnum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið „með alvarlegum hætti“ gegn Atla Rafni. Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur voru í dag dæmd til að greiða Atla Rafni samtals 5,5 milljónir í bætur vegna uppsagnar hans úr Borgarleikhúsinu í desember 2017. Atli Rafn taldi uppsögnina hafa verið ólögmæta en leikhússtjóri byggði hana á tilkynningum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist 13 milljóna í bætur. Atli Rafn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir náði af honum tali í dag en vísaði á lögmann sinn, Einar Þór Sverrisson. „Niðurstaðan er ánægjuleg. Það er ánægjulegt að það sé komin niðurstaða og hún sé eins og hún er,“ segir Einar í samtali við Vísi. „Maður taldi að þetta færi á þennan veg, fyrst að staðið var að þessu með þeim hætti sem var gert. Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta í málinu. Þetta var ömurlegt mál og ömurlegt að apparat eins og Leikfélag Reykjavíkur hafi hagað sér með þessum hætti.“Sjá einnig: Atli Rafn sagðist hafa verið haldið í algjöru myrkri um ásakanir Dómurinn í málinu hefur ekki verið birtur en Einar segir að með honum sé ljóst að Borgarleikhússtjóri hafi brotið gegn Atla Rafni. „Það sem er aðalatriðið í þessu er að Kristín er dæmd með leikfélaginu. Það þýðir það, eins og kemur fram í dómnum, að það var hún sem braut með þessum alvarlega hætti gegn Atla og fær að líða fyrir það með dómsorðinu.“ Í samþykkt stjórnar LR, sem send var til fjölmiðla eftir að dómur var kveðinn upp í dag, kemur fram að stjórnin líti svo á að „óvissa ríki um túlkun laga sem tryggja eiga vellíðan og öruggi starfsfólks“. Því sé til skoðunar að áfrýja dómnum til Landsréttar. Að öðru leyti muni stjórnendur Borgarleikhússins ekki tjá sig um málið.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00 Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00 Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Atli Rafn stefnir Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hefur stefnt Persónuvernd og gerir þá kröfu að úrskurður stofnunarinnar frá 15. október í fyrra verði felldur úr gildi. 22. október 2019 06:00
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Deildu um hvort reglum hefði verið fylgt við uppsögn Atla Rafns Lögmaður Borgarleikhússins spurði hvort því hafi verið skylt að halda Atla Rafni í vinnu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni komu fram. Lögmaður leikarans sagði að mannorði hans hefði verið kálað með uppsögn hans árið 2017. 26. september 2019 16:00
Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. 26. september 2019 11:54