Lýst eftir stefnu og ábyrgð stjórnvalda Unnur Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:15 Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun