Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 12:04 Frá kynningarfundi peningastefnunefndar í húsakynnum Seðlabankans í morgun. Vísir/baldur Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og hafa vextirnir þá lækkað um 1,5 prósentur frá því í vor. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir efnahagshorfur á næsta ári aðeins lakari en spár bankans höfðu áður gert ráð fyrir, eða hagvexti upp á 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. „Það stafar að einhverju leyti af því að við erum að sjá aðeins meiri samdrátt í þjóðarbúskapnum. Efnahagshorfur úti hafa versnað af ýmsum ástæðum. Þannig að þetta er aðeins meiri samdráttur í innlendri eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína eru farnar að hafa töluverð áhrif og hafa dregið úr framleiðslu víðast hvar í heiminum. Áhrif deilnanna eru farin að teygja sig til Íslands. „Þær eru að hafa töluvert mikil áhrif vegna þess að þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka. Samt ekki svo mikil ennþá en það er ákveðin hætta áþví að ef allur heimurinn fer að fara niður að við fylgjum aðeins á eftir líka,“ segir seðlabankastjóri. Innspýting stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga með skattalækkunum og öðrum aðgerðum næstu þrjú ár upp á 90 milljarða króna vinnur á móti neiðkvæðum áhrifum samdráttarins í efnahagsmálunum meðal annars vegna minni útflutnings vöru og þjónustu. Ásgeir segir vaxtalækkanirnar að undanförnu hafa skilað sér til heimila og fyrirtækja. „Samkvæmt tölum sem við höfum, þá hefur þetta skilað sér í lægri útlánavöxtum. Það sem við veltum aðallega fyrir okkur er hvort að það verði ný útlán sem við þurfum á að halda. Við þurfum í rauninni að fara að sá fyrir nýjum akri hér á Íslandi. Nýjum greinum og fjárfestingum. Þannig að við munum fylgjast sérstaklega vel með því að við séum að sjá aukin útlán á þessum lægri vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson. Útlanavextir hafi lækkað um 0,6 prósentustig að undanförnu. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir hins vegar að efnahagshorfur gætu verið of bjartsýnar, einkum vegna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum og er þá sérstaklega horft til þróunar mála milli Bandaríkjanna og Kína.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56