Pólverjar brutu lög með breytingum á dómstólum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2019 14:36 Hópur fólks mótmælir breytingum á dómstólum við hæstarétt Póllands í október í fyrra. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“. Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hefðu brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Breytingunum á pólsku dómstólunum var snúið við árið 2017 og dómarar sem höfðu verið látnir hætta. Evrópudómstóllinn taldi að upphaflega breytingin hefði brotið Evrópulög á tvennan hátt. Annars vegar hefðu pólsk stjórnvöld ekki mátt lækka eftirlaunaaldur kvenna og hins vegar var ekki rétt af þeim að láta ráðherra hafa lokaorðið um það. Fyrir breytingarnar sem ríkisstjórnin réðst í var eftirlaunaaldur dómara og saksóknara 67 ár. Ríkisstjórnin lækkaði aldurinn hins vegar í 60 ár fyrir konur og 65 fyrir karla. Hún hélt því fram að þetta væri gert til að ryðja spilltum dómurum úr vegi sem hefðu verið skipaði á tímum kommúnismans. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkinn Lög og réttlæti aftur á móti um að búa til pláss við dómstólana til að raða sínum eigin mönnum þar. Evrópudómstóllinn taldi að ólögmætt hafi verið að mismuna dómurum og saksóknurum á grundvelli kyns þeirra. Þá var ákvæði laganna sem ríkisstjórnin samþykkti um að ráðherra gæti veitt einstökum dómurum undanþágu frá eftirlaunaaldrinum talið óskýrt og ógegnsætt.Gæti einnig haft áhrif á hæstarétt Pólska ríkisstjórnin brást við dómnum með því að benda á að þegar hefði verið undið ofan af lögunum. Því hefði dómurinn ekki átt að falla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hafði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að pólska ríkisstjórnin hefði brotið lög þegar hún lækkaði einnig eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Sú ákvörðun neyddi um þriðjung dómara til að hætta. Enn á dómstóllinn eftir að úrskurða um annað umdeild ákvæði í dómstólalögum pólsku ríkisstjórnarinnar. Það varðar dómstólaráð sem tilnefnir dómaraefni. Fulltrúa í því voru áður valdir af meirihluta starfandi dómara. Pólska ríkisstjórnin breytti lögum um ráðið þannig að fulltrúa í það voru skipaðir af neðri deild pólska þingsins þar sem Lög og réttlæti hefur verið með meirihluta þingsæta. Pólska dómstólaráðinu var vikið úr evrópskum samtökum slíkra ráða þar sem það var ekki lengur talið sjálfstætt frá stjórnvöldum. Úrskurður í því mæli gæti einnig haft áhrif á hæstarétt þar sem lög ríkisstjórnar komu á fót tveimur deildum við réttinn nýja dómstólaráðið skipaði með nýjum dómurum. Falli dómur gegn ríkisstjórninni gæti hún þurft að snúa þeim breytingum við einnig. Ný ríkisstjórn Laga og réttlætis hefur haldið áfram að skipa dómara eftir kosningar í haust. Á mánudag voru tveir fyrrverandi þingmenn flokksins skipaðir dómarar við stjórnlagadómstól landsins. Annar þeirra var saksóknari í tíð kommúnismans sem sótti meðal annars stjórnarandstæðing til saka á 9. áratugnum. Annað dómaraefni hefur lýst stjórnarandstæðingum í Póllandi sem „hommum“ og „umhverfishryðjuverkamönnum“.
Evrópusambandið Pólland Tengdar fréttir Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37 ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. 14. október 2019 07:37
ESB hefur málsmeðferð vegna brota Pólverja Enn koma breytingar pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfi landsins henni í vandræði hjá Evrópusambandinu. 3. apríl 2019 11:36