Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:03 Boris Johnson og Jeremy Corbyn tókust á í kvöld. AP/ITV Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosninganna. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. Brexit, framtíð Skotlands, breska heilbrigðiskerfisins og breska konungsfjölskyldan var á meðal þeirra sem leiðtogarnir tveir tókust á en flokkar þeirra njóta mests fylgis í aðdraganda kosninganna sem haldnar verða 12. desember næstkomandi. Íhaldsflokkurinn leiðir í skoðanakönnunum. Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofaði að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og skaut á Corbyn með því að segja að forysta hans myndi aðeins leiða til klofnings.Horfa má á brot af því besta úr kappræðunum hér að neðan.Corbyn svaraði með því að heita því að Verkamannaflokkurinn myndi leysa Brexit-málin með því að leyfa íbúum Bretlands að hafa lokaorðið um hvernig Brexit yrði til lykta leitt.Í frétt BBC er haft eftir Lauru Kuenssberg, stjórnmálasérfræðingi fjölmiðilsins, að ekki sé ljóst hvort þeirra hafi borið sigur úr býtum úr kappræðunum. Hún hafi þó tekið eftir því að áhorfendur í sjónvarpssal hafi verið mjög reiðubúnir til þess að hlæja að yfirlýsingum leiðtoganna tveggja. Skyndiskoðanakönnun YouGov eftir kappræðurnar leiddi í ljós að áhorfendur skiptust í tvennt yfir því hvor þeirra hafi haft betur.Hér fyrir neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni. Þar fyrir neðan má sjá styttri brot úr kappræðunum. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Segir Brexit hafa verið verstu mistökin frá seinna stríði Fyrrverandi forseti breska þingsins kallaði Brexit í dag stærstu mistök Bretlands í utanríkismálum frá seinna stríði. 7. nóvember 2019 19:00 Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt. 12. nóvember 2019 19:45 Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. 1. nóvember 2019 07:45 Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosninganna. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. Brexit, framtíð Skotlands, breska heilbrigðiskerfisins og breska konungsfjölskyldan var á meðal þeirra sem leiðtogarnir tveir tókust á en flokkar þeirra njóta mests fylgis í aðdraganda kosninganna sem haldnar verða 12. desember næstkomandi. Íhaldsflokkurinn leiðir í skoðanakönnunum. Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofaði að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og skaut á Corbyn með því að segja að forysta hans myndi aðeins leiða til klofnings.Horfa má á brot af því besta úr kappræðunum hér að neðan.Corbyn svaraði með því að heita því að Verkamannaflokkurinn myndi leysa Brexit-málin með því að leyfa íbúum Bretlands að hafa lokaorðið um hvernig Brexit yrði til lykta leitt.Í frétt BBC er haft eftir Lauru Kuenssberg, stjórnmálasérfræðingi fjölmiðilsins, að ekki sé ljóst hvort þeirra hafi borið sigur úr býtum úr kappræðunum. Hún hafi þó tekið eftir því að áhorfendur í sjónvarpssal hafi verið mjög reiðubúnir til þess að hlæja að yfirlýsingum leiðtoganna tveggja. Skyndiskoðanakönnun YouGov eftir kappræðurnar leiddi í ljós að áhorfendur skiptust í tvennt yfir því hvor þeirra hafi haft betur.Hér fyrir neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni. Þar fyrir neðan má sjá styttri brot úr kappræðunum.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Segir Brexit hafa verið verstu mistökin frá seinna stríði Fyrrverandi forseti breska þingsins kallaði Brexit í dag stærstu mistök Bretlands í utanríkismálum frá seinna stríði. 7. nóvember 2019 19:00 Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt. 12. nóvember 2019 19:45 Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. 1. nóvember 2019 07:45 Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Segir Brexit hafa verið verstu mistökin frá seinna stríði Fyrrverandi forseti breska þingsins kallaði Brexit í dag stærstu mistök Bretlands í utanríkismálum frá seinna stríði. 7. nóvember 2019 19:00
Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt. 12. nóvember 2019 19:45
Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. 1. nóvember 2019 07:45
Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00