Unnsteinn stefnir Húsasmiðjunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:36 Unnsteinn sést hér í tónlistarmyndbandinu við lagið Glow, sem stefnan snýst um. Skjáskot/Youtube Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29
Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30
Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48