Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Jón Þórisson skrifar 18. nóvember 2019 06:15 Vaða þarf vatnselg í Feneyjum í flóðum sem þar eru. Nordicphotos/Getty Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Í þriðja sinn á einni viku flæðir í Feneyjum. Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. Borgarstjóri Feneyja, Luigi Brugnaro, fyrirskipaði á föstudag að toginu skyldi lokað fyrir allri umferð, en þar er annars aðeins leyfð umferð gangandi og hjólandi fólks. Torgið var hins vegar opnað á ný á laugardag, en í gær stefndi í að því yrði lokað aftur tímabundið, þar til flóðið sjatnar. Það eykur enn á skemmdir af völdum flóðanna að um er að ræða saltan sjó sem flæðir upp úr síkjum borgarinnar. Flóðin eru sögð vera þau mestu í borginni frá því skipulegar mælingar hófust árið 1872. Flóðin eru ekki aðeins bundin við Feneyjar því viðvaranir voru gefnar út í ítölsku borgunum Flórens og Písa. Þeim borgum er þó ekki eins hætt við flóðum og Feneyjum. Hundruð sjálfboðaliða hafa verið við störf í Feneyjum vegna flóðanna við að aðstoða íbúa borgarinnar. Þar eru mörg af kunnustu menningarverðmætum heims og er borgin á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að tjón af völdum flóðanna undanfarið nemi meira en einum milljarði Bandaríkjadala eða sem samsvarar yfir hundrað og tuttugu milljörðum íslenskra króna. Breska fréttablaðið Guardian greindi frá því á föstudag að héraðsstjórnin í Feneyjum hefði fellt tillögu um að sporna við loftslagsbreytingum aðeins örfáum andartökum áður en flæddi inn á skrifstofur hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira