Fékk múrstein í höfuðið og lést Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:53 Stjórnvöld segja mótmælanda hafa kastað múrsteininum sem varð manninum að bana. Getty/Anthony Kwan Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða. Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi. Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking. Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar. Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Maður lést í Hong Kong í nótt þegar hann varð fyrir múrsteini sem þarlend stjórnvöld segja að mótmælendur hafi kastað, þegar til átaka kom á milli þeirra og lögreglu. Yfirvöld segja jafnframt að maðurinn hafi ekki verið að taka þátt í átökunum en um sjötugan ræstingamann var að ræða. Ástandið í Hong Kong er á suðupunkti. Athygli vakti þegar lögreglumaður skaut mótmælanda í magann á mánudag og þegar námsmaður á þrítugsaldri féll til bana í aðgerð lögreglunnar í síðustu viku. Forseti Kína, Xi Jinping, var í nótt harðorður í garð mótmælenda og sagði þá stefna því í hættu að Kína geti verið með Tvö kerfi í einu ríki, eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi. Með því er átt að á svæðum á borð við Hong Kong og Macao fái íbúar ákveðna sjálfstjórn og frelsi til að haga sínum málum sjálfir án of mikilla afskipta frá stjórnvöldum í Peking. Sjötugi maðurinn sem lést í nótt er sagður hafa verið að taka myndir af mótmælunum þegar hann fékk múrsteininn í hausinn. Hann er talinn hafa komið þar við í hádegishléi sínu, en hann starfaði sem verktaki fyrir heilbrigðiseftirlit borgarinnar. Mótmælin hafa einnig teygt úr sér til annara landa. Í London veittust mótmælendur að dómsmálaráðherra Hong Kong, Theresu Cheng, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina og slasaðist alvarlega, að því er yfirvöld í Hong Kong segja. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um mótmælin á þriðjudag. Þá studdust mótmælendur við boga og örvar.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Hong Kong á barmi upplausnar Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta. 13. nóvember 2019 07:45
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59