Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu sem sagði af sér fyrr í dag vegna umfjöllunar um mál Samherja í landinu, segist ekki vera spilltur. Hann segir ásakanir í sinn garð vera lið í ófrægingarherferð gegn sér og SWAPO-flokknum.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Esau og er fjallað um málið á vef The Namibian. Hann segir jafnframt engin sönnunargögn vera til staðar sem sýni fram á að hann hafi þegið mútur frá sjávarútvegsfyrirtækjum í því skyni að umbuna þeim með fiskveiðikvótum.
Sjá einnig: Segja af sér í skugga Samherjaskandals
Ásakanirnar eru að sögn Esau ekkert annað en herferð fjölmiðla gegn honum. Tengsl hans við mútur og aðra spillta háttsemi í starfi sínu sem sjávarútvegsráðherra séu því ekkert annað en uppspuni fjölmiðla og andófsmanna hans.
Greint var frá afsögn ráðherrans og dómsmálaráðherra landsins í þarlendum fjölmiðlum um hádegisbil í dag. Namibískir fjölmiðlar höfðu þá áður greint frá því í morgun að forseti landsins. Hage Geingob, hefði haft í hyggju að reka ráðherrana tvo.
Fráfarandi sjávarútvegsráðherra Namibíu sver af sér spillingu

Tengdar fréttir

Samherjamálið skref fyrir skref
Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi.

Segja af sér í skugga Samherjaskandals
Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu.

Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins.