Aukinn stuðningur við námsmenn Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2019 11:00 Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun