Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. nóvember 2019 19:00 Boris Johnson og Jeremy Corbyn tókust á í gærkvöldi AP/ITV Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. Um þrjár vikur eru nú þar til Bretar kjósa sér nýtt þing. Boðað var til kosninga í október eftir að ekki tókst að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. Brexit var því efst á baugi þegar leiðtogar Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins mættust í kappræðum í gærkvöldi. Íhaldsmaðurinn Boris Johnson sagði fjölda styðja útgöngusamning sinn og sagði stefnu Corbyns of óljósa. „Herra Corbyn lofar því að semja upp á nýtt og setja samninginn svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. En við vitum ekki, og ég hef spurt að þessu áður, hvort herra Corbyn myndi beita sér fyrir samþykkt samningsins eða að hætt verði við útgöngu.“ Corbyn svaraði og sagði: „Við munum semja upp á nýtt og stilla samningnum upp á móti áframhaldandi veru í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn mín mun einfaldlega framfylgja vilja þjóðarinnar. Það mun ég gera.“ Aðrir leiðtogar fengu ekki boðskort í kappræðurnar. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði að hún hefði viljað taka þátt og gagnrýndi frammistöðu fyrrnefndra tveggja. „Það væri ósköp skiljanlegt ef áhorfendum finnst þeir eiga betra skilið en það sem sást í kappræðunum“ Íhaldsflokkurinn mælist enn stærstur með 42 prósent fylgi. Verkamannaflokkurinn er öllu minni, 29 prósent, en báðir flokkar hafa verið á uppleið frá því boðað var til kosninga í október. Sú fylgisaukning hefur verið á kostnað Frjálslyndra Demókrata og Brexitflokksins. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. Um þrjár vikur eru nú þar til Bretar kjósa sér nýtt þing. Boðað var til kosninga í október eftir að ekki tókst að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. Brexit var því efst á baugi þegar leiðtogar Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins mættust í kappræðum í gærkvöldi. Íhaldsmaðurinn Boris Johnson sagði fjölda styðja útgöngusamning sinn og sagði stefnu Corbyns of óljósa. „Herra Corbyn lofar því að semja upp á nýtt og setja samninginn svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. En við vitum ekki, og ég hef spurt að þessu áður, hvort herra Corbyn myndi beita sér fyrir samþykkt samningsins eða að hætt verði við útgöngu.“ Corbyn svaraði og sagði: „Við munum semja upp á nýtt og stilla samningnum upp á móti áframhaldandi veru í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn mín mun einfaldlega framfylgja vilja þjóðarinnar. Það mun ég gera.“ Aðrir leiðtogar fengu ekki boðskort í kappræðurnar. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði að hún hefði viljað taka þátt og gagnrýndi frammistöðu fyrrnefndra tveggja. „Það væri ósköp skiljanlegt ef áhorfendum finnst þeir eiga betra skilið en það sem sást í kappræðunum“ Íhaldsflokkurinn mælist enn stærstur með 42 prósent fylgi. Verkamannaflokkurinn er öllu minni, 29 prósent, en báðir flokkar hafa verið á uppleið frá því boðað var til kosninga í október. Sú fylgisaukning hefur verið á kostnað Frjálslyndra Demókrata og Brexitflokksins.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira