Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. nóvember 2019 19:00 Boris Johnson og Jeremy Corbyn tókust á í gærkvöldi AP/ITV Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. Um þrjár vikur eru nú þar til Bretar kjósa sér nýtt þing. Boðað var til kosninga í október eftir að ekki tókst að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. Brexit var því efst á baugi þegar leiðtogar Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins mættust í kappræðum í gærkvöldi. Íhaldsmaðurinn Boris Johnson sagði fjölda styðja útgöngusamning sinn og sagði stefnu Corbyns of óljósa. „Herra Corbyn lofar því að semja upp á nýtt og setja samninginn svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. En við vitum ekki, og ég hef spurt að þessu áður, hvort herra Corbyn myndi beita sér fyrir samþykkt samningsins eða að hætt verði við útgöngu.“ Corbyn svaraði og sagði: „Við munum semja upp á nýtt og stilla samningnum upp á móti áframhaldandi veru í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn mín mun einfaldlega framfylgja vilja þjóðarinnar. Það mun ég gera.“ Aðrir leiðtogar fengu ekki boðskort í kappræðurnar. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði að hún hefði viljað taka þátt og gagnrýndi frammistöðu fyrrnefndra tveggja. „Það væri ósköp skiljanlegt ef áhorfendum finnst þeir eiga betra skilið en það sem sást í kappræðunum“ Íhaldsflokkurinn mælist enn stærstur með 42 prósent fylgi. Verkamannaflokkurinn er öllu minni, 29 prósent, en báðir flokkar hafa verið á uppleið frá því boðað var til kosninga í október. Sú fylgisaukning hefur verið á kostnað Frjálslyndra Demókrata og Brexitflokksins. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. Um þrjár vikur eru nú þar til Bretar kjósa sér nýtt þing. Boðað var til kosninga í október eftir að ekki tókst að halda í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. Brexit var því efst á baugi þegar leiðtogar Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins mættust í kappræðum í gærkvöldi. Íhaldsmaðurinn Boris Johnson sagði fjölda styðja útgöngusamning sinn og sagði stefnu Corbyns of óljósa. „Herra Corbyn lofar því að semja upp á nýtt og setja samninginn svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. En við vitum ekki, og ég hef spurt að þessu áður, hvort herra Corbyn myndi beita sér fyrir samþykkt samningsins eða að hætt verði við útgöngu.“ Corbyn svaraði og sagði: „Við munum semja upp á nýtt og stilla samningnum upp á móti áframhaldandi veru í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn mín mun einfaldlega framfylgja vilja þjóðarinnar. Það mun ég gera.“ Aðrir leiðtogar fengu ekki boðskort í kappræðurnar. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði að hún hefði viljað taka þátt og gagnrýndi frammistöðu fyrrnefndra tveggja. „Það væri ósköp skiljanlegt ef áhorfendum finnst þeir eiga betra skilið en það sem sást í kappræðunum“ Íhaldsflokkurinn mælist enn stærstur með 42 prósent fylgi. Verkamannaflokkurinn er öllu minni, 29 prósent, en báðir flokkar hafa verið á uppleið frá því boðað var til kosninga í október. Sú fylgisaukning hefur verið á kostnað Frjálslyndra Demókrata og Brexitflokksins.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira