Þýskir Jafnaðarmenn krefjast aukinna útgjalda til félagsmála Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 09:45 Þeim Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken er ætlað að rífa upp fylgi þýskra Jafnaðarmanna sem hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Getty Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig. Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08