Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2019 14:00 Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/vilhelm Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. Þá segir lögmaðurinn Zuism „málmyndafélagsskap“, hvers tilgangur sé að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli Zuism gegn ríkinu sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Sjá einnig: „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Zuism stefndi ríkinu vegna þess að Fjársýsla ríkisins, að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Þegar sóknargjöld eru reiknuð út er miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Samkvæmt því ætti Zuism að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld á þessu ári.„Engan veginn“ tilgangur trúfélags að endurgreiða sóknargjöld Í málinu nú er þannig m.a. deilt um hvort Zuism uppfylli áðurnefnd lagaleg skilyrði um trúfélög. Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður sagði við aðalmeðferðina í morgun að til þess að fá úr því skorið hefði verið reynt að falast eftir ýmsum upplýsingum frá félaginu, til dæmis um félagatal og hversu margir hefðu fengið endurgreiðslu sóknargjalda. Ekkert hafi hins vegar verið upplýst um þessi mál af hálfu Zuism, og enn síður upplýst um það á hvaða lagaheimild félagið byggði heimild sína til að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Það geti „engan veginn“ verið tilgangur trúfélags að endurgreiða slík gjöld, sagði Guðrún Sesselja. Þá væri það jafnframt alveg ljóst af hálfu ríkisins að skilyrði væru í lögum fyrir því að afhenda sýslumanni upplýsingar um félagatalið, þar sem fram koma nöfn, kennitölur og heimilisföng félagsmanna. Sýslumanni beri enda að hafa eftirlit með þessu. Gunnar Egill Egilsson lögmaður Zuism bar því fyrir sig að félagið hefði ekki heimild til að láta af hendi lista yfir þá félagsmenn sem þegið hefðu endurgreiðslur og vísaði m.a. í persónuverndarlög. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism.Vísr/VilhelmSetur spurningamerki við „Bjór og bæn“-samverustundir Þá lýsti Guðrún Sesselja því að staða málsins í dag væri sú að ríkið væri enn að reyna að afla upplýsinga sem það telji að vanti, til dæmis varðandi það hvar starfsemi Zuism fer fram. Það liggi ekki ljóst fyrir og hafi ekki verið upplýst um. Eins og Vísir hefur greint frá virðist engin starfsemi nú fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það hefur verið skráð með lögheimili að Nethyl þar sem Vísir hefur fengið staðfest að félagið rak aldrei starfsemi. Um starfsemi Zuism sagði Guðrún Sesselja að félagið hefði gefið þau svör að það hafi leigt árið 2017 aðstöðu hjá þriðja aðila til „stærri athafna“. Þá hafi stærstu athafnir ársins verið svokallaðar „Bjór og bæn“-samverustundir, sem haldnar hafi verið á veitingahúsum til að halda kostnaði í lágmarki. Einnig hafi verið haldnar samkomur í stórum sal í Borgartúni. Ekkert liggi þó fyrir um það. Viðburða á borð við þá sem Guðrún Sesselja nefndi hefur einmitt verið getið í umfjöllun Vísis um málefni Zuism. Félagið auglýsti til að mynda aðalfund í Borgartúni 22 á vefsíðu sinni föstudaginn 14. september í fyrra. Í grein sem birtist á vefnum í febrúar sama ár var fullyrt að vinsælasti viðburður félagsins væri „Bjór og bæn“ þar sem zúistar hittust til að fá sér bjór og „fara með ljóð um bjórgyðjuna Ninkasi“. Ekkert kom fram um hvenær eða hvar slíkir viðburðir væru haldnir. Guðrún Sesselja sagði í framhaldinu að ríkið teldi verulegan vafa leika því hvort Zuism væri starfandi sem trúfélag. Zuism væri „málamyndafélagsskapur“, hvers tilgangur væri að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Héraðssaksóknari enn með Zuism til rannsóknar Guðrún Sesselja vísaði jafnframt í fyrri mál Zuism. Í hinu fyrra hafði fjársýsla ríkisins haldið eftir sóknargjöldum frá 2016 fram á árið 2017 á meðan greitt var úr óvissu um hver stýrði félaginu. Niðurstaðan var að innanríkisráðuneytið úrskurðaði Ágústi Arnari í vil. Sýslumaður skráði hann forstöðumann í september árið 2017. Í október greiddi fjársýslan út rúmlega 50 milljónir til Zuism sem var haldið eftir í sóknargjöld.Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík.Zuism.isGuðrún Sesselja sagði að í þeim dómi hefði verið staðfest að tilefni var til þess af hálfu ríkisins að stöðva greiðslu til Zuism. Enn fremur vísaði hún til þess að seinni dómnum, þar sem ríkið var sýknað af kröfum Zuism um dráttarvexti á áðurnefndum 50 milljónum, hefði ekki verið áfrýjað. Því svaraði Gunnar Egill síðar á þann veg að Zuism hefði einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til áfrýjunar, líkt og fjallað var um fyrr í dag. Guðrún Sesselja lagði jafnframt áherslu á að tilefni hefði verið til þess að efast um stöðu Zuism sem trúfélags á grundvelli þess að snarfjölgað hefði í félaginu eftir yfirlýsingar hóps undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar um endurgreiðslu sóknargjalda árið 2015. Þá fór fjöldi skráðra félaga úr fáeinum meðlimum, teljandi á fingrum annarrar handar, í um þrjú þúsund manns. Hún upplýsti einnig um að rannsókn héraðssaksóknara á hendur forsvarsmönnum félagsins væri enn í gangi. Þá kvað hún ríkið beita meðalhófi í málinu og að Zuism hefði verið gefið færi á að sýna fram á að það uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Hins vegar mætti deila um hvort félaginu hefði verið gefinn alltof langur tími til þess.Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism.VísirAldrei upplýst um umfangið Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur forstöðumaður Zuism í september 2017 tók hann upp loforð Ísaks Andra og félaga um endurgreiðslur á sóknargjöldum. Sóknargjöld Zuism frá ríkinu frá 2017 til byrjun árs 2019 nema tugum milljóna króna. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna. Þá hefur Ágúst Arnar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjárreiður Zuism. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað um átta milljónum króna. Óskilgreind útgjöld félagsins voru þar sögð nema á fjórða tug milljóna króna. Í febrúar sendi Ágúst Arnar frá sér tilkynningu um að hann hefði stigið til hliðar sem forstöðumaður og að ný stjórn, sem hefði verið kjörin á aðalfundi í september í fyrra, ætlaði að auglýsa eftir nýjum. Eftir að í ljós kom að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslu sóknargjalda til félagsins frá því í febrúar sagðist Ágúst Arnar í apríl ætla að stýra félaginu áfram. Aldrei hefur komið fram hverjir voru kjörnir í stjórn Zuism á aðalfundinum í september. Engar upplýsingar er að finna um það á vefsíðu Zuism né Facebook-síðu. Fyrirspurnum um hverjir skipa nýju stjórnina hefur ekki verið svarað. Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00 Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. Þá segir lögmaðurinn Zuism „málmyndafélagsskap“, hvers tilgangur sé að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli Zuism gegn ríkinu sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Sjá einnig: „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Zuism stefndi ríkinu vegna þess að Fjársýsla ríkisins, að beiðni sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum, stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Þegar sóknargjöld eru reiknuð út er miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Samkvæmt því ætti Zuism að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld á þessu ári.„Engan veginn“ tilgangur trúfélags að endurgreiða sóknargjöld Í málinu nú er þannig m.a. deilt um hvort Zuism uppfylli áðurnefnd lagaleg skilyrði um trúfélög. Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður sagði við aðalmeðferðina í morgun að til þess að fá úr því skorið hefði verið reynt að falast eftir ýmsum upplýsingum frá félaginu, til dæmis um félagatal og hversu margir hefðu fengið endurgreiðslu sóknargjalda. Ekkert hafi hins vegar verið upplýst um þessi mál af hálfu Zuism, og enn síður upplýst um það á hvaða lagaheimild félagið byggði heimild sína til að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Það geti „engan veginn“ verið tilgangur trúfélags að endurgreiða slík gjöld, sagði Guðrún Sesselja. Þá væri það jafnframt alveg ljóst af hálfu ríkisins að skilyrði væru í lögum fyrir því að afhenda sýslumanni upplýsingar um félagatalið, þar sem fram koma nöfn, kennitölur og heimilisföng félagsmanna. Sýslumanni beri enda að hafa eftirlit með þessu. Gunnar Egill Egilsson lögmaður Zuism bar því fyrir sig að félagið hefði ekki heimild til að láta af hendi lista yfir þá félagsmenn sem þegið hefðu endurgreiðslur og vísaði m.a. í persónuverndarlög. Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism.Vísr/VilhelmSetur spurningamerki við „Bjór og bæn“-samverustundir Þá lýsti Guðrún Sesselja því að staða málsins í dag væri sú að ríkið væri enn að reyna að afla upplýsinga sem það telji að vanti, til dæmis varðandi það hvar starfsemi Zuism fer fram. Það liggi ekki ljóst fyrir og hafi ekki verið upplýst um. Eins og Vísir hefur greint frá virðist engin starfsemi nú fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það hefur verið skráð með lögheimili að Nethyl þar sem Vísir hefur fengið staðfest að félagið rak aldrei starfsemi. Um starfsemi Zuism sagði Guðrún Sesselja að félagið hefði gefið þau svör að það hafi leigt árið 2017 aðstöðu hjá þriðja aðila til „stærri athafna“. Þá hafi stærstu athafnir ársins verið svokallaðar „Bjór og bæn“-samverustundir, sem haldnar hafi verið á veitingahúsum til að halda kostnaði í lágmarki. Einnig hafi verið haldnar samkomur í stórum sal í Borgartúni. Ekkert liggi þó fyrir um það. Viðburða á borð við þá sem Guðrún Sesselja nefndi hefur einmitt verið getið í umfjöllun Vísis um málefni Zuism. Félagið auglýsti til að mynda aðalfund í Borgartúni 22 á vefsíðu sinni föstudaginn 14. september í fyrra. Í grein sem birtist á vefnum í febrúar sama ár var fullyrt að vinsælasti viðburður félagsins væri „Bjór og bæn“ þar sem zúistar hittust til að fá sér bjór og „fara með ljóð um bjórgyðjuna Ninkasi“. Ekkert kom fram um hvenær eða hvar slíkir viðburðir væru haldnir. Guðrún Sesselja sagði í framhaldinu að ríkið teldi verulegan vafa leika því hvort Zuism væri starfandi sem trúfélag. Zuism væri „málamyndafélagsskapur“, hvers tilgangur væri að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Héraðssaksóknari enn með Zuism til rannsóknar Guðrún Sesselja vísaði jafnframt í fyrri mál Zuism. Í hinu fyrra hafði fjársýsla ríkisins haldið eftir sóknargjöldum frá 2016 fram á árið 2017 á meðan greitt var úr óvissu um hver stýrði félaginu. Niðurstaðan var að innanríkisráðuneytið úrskurðaði Ágústi Arnari í vil. Sýslumaður skráði hann forstöðumann í september árið 2017. Í október greiddi fjársýslan út rúmlega 50 milljónir til Zuism sem var haldið eftir í sóknargjöld.Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík.Zuism.isGuðrún Sesselja sagði að í þeim dómi hefði verið staðfest að tilefni var til þess af hálfu ríkisins að stöðva greiðslu til Zuism. Enn fremur vísaði hún til þess að seinni dómnum, þar sem ríkið var sýknað af kröfum Zuism um dráttarvexti á áðurnefndum 50 milljónum, hefði ekki verið áfrýjað. Því svaraði Gunnar Egill síðar á þann veg að Zuism hefði einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til áfrýjunar, líkt og fjallað var um fyrr í dag. Guðrún Sesselja lagði jafnframt áherslu á að tilefni hefði verið til þess að efast um stöðu Zuism sem trúfélags á grundvelli þess að snarfjölgað hefði í félaginu eftir yfirlýsingar hóps undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar um endurgreiðslu sóknargjalda árið 2015. Þá fór fjöldi skráðra félaga úr fáeinum meðlimum, teljandi á fingrum annarrar handar, í um þrjú þúsund manns. Hún upplýsti einnig um að rannsókn héraðssaksóknara á hendur forsvarsmönnum félagsins væri enn í gangi. Þá kvað hún ríkið beita meðalhófi í málinu og að Zuism hefði verið gefið færi á að sýna fram á að það uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Hins vegar mætti deila um hvort félaginu hefði verið gefinn alltof langur tími til þess.Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism.VísirAldrei upplýst um umfangið Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur forstöðumaður Zuism í september 2017 tók hann upp loforð Ísaks Andra og félaga um endurgreiðslur á sóknargjöldum. Sóknargjöld Zuism frá ríkinu frá 2017 til byrjun árs 2019 nema tugum milljóna króna. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna. Þá hefur Ágúst Arnar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjárreiður Zuism. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað um átta milljónum króna. Óskilgreind útgjöld félagsins voru þar sögð nema á fjórða tug milljóna króna. Í febrúar sendi Ágúst Arnar frá sér tilkynningu um að hann hefði stigið til hliðar sem forstöðumaður og að ný stjórn, sem hefði verið kjörin á aðalfundi í september í fyrra, ætlaði að auglýsa eftir nýjum. Eftir að í ljós kom að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslu sóknargjalda til félagsins frá því í febrúar sagðist Ágúst Arnar í apríl ætla að stýra félaginu áfram. Aldrei hefur komið fram hverjir voru kjörnir í stjórn Zuism á aðalfundinum í september. Engar upplýsingar er að finna um það á vefsíðu Zuism né Facebook-síðu. Fyrirspurnum um hverjir skipa nýju stjórnina hefur ekki verið svarað.
Dómsmál Trúmál Zuism Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00 Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00
Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55
„Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45
Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30
Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47