Innlent

Kólnandi með hefð­bundnum út­synningi

Atli Ísleifsson skrifar
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun snúist í norðlæga átt með ofankomu fyrir norðan og er útlit fyrir þurrt og jafnvel bjart veður sunnan heiða.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun snúist í norðlæga átt með ofankomu fyrir norðan og er útlit fyrir þurrt og jafnvel bjart veður sunnan heiða. vísir/vilhelm
Veðurstofan spáir kólnandi veðri með hefðbundnum útsynningi í dag. Spáð er suðvestanátt, þremur til tíu metrum á sekúndu um hádegi, og éljagangi um landið sunnan- og vestanvert en léttir til norðaustanlands. Hiti um og undir frostmarki.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun snúist í norðlæga átt með ofankomu fyrir norðan og er útlit fyrir þurrt og jafnvel bjart veður sunnan heiða.

„Á laugardag stefnir í austlæga átt og hlýnar heldur þó að hiti verði að mestu í kringum frostmark. Víða má búast við úrkomu, en að mestu þurrt fyrir norðan fram yfir helgi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s, en vestan 10-18 A-til fram eftir degi. Snjókoma eða él norðanlands, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 0 til 10 stig.

Á föstudag: Norðan 5-13 m/s og snjókoma eða él um landið N- og A-vert, en léttskýjað S-lands. Frost 2 til 10 stig.

Á laugardag: Vaxandi austlæg átt og þurrt. Byrjar að snjóa seinni partinn, en síðan slydda eða jafnvel rigna syðst. Þurrt N- og NA-lands. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust með suðurströndinni.

Á sunnudag: Austanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið um landið N-vert. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag: Suðaustlæg átt með úrkomu víða, en þurrt fyrir norðan. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag: Útlit fyrir stífa austlæga átt með rigningu eða snjókomu syðst, annars þurrt. Hiti kringum frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×