Tugir hitameta féllu í gær: „Óvenjuleg hlýindi í desember“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:15 Það var nú ekki beint sólríkt á höfuðborgarsvæðinu í gær en þó var hlýtt, líkt og víða um land. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Ný desemberhitamet voru slegin á mörgum tugum sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í gær en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þessi óvenju miklu hlýindi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Þar kemur fram að hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember hafi verið 18,4 stig en það gerðist þann 14. desember 2001. Í gær féll þetta met rækilega þar sem hæsti hiti á landinu mældist 19,7 stig á Kvískerjum í Öræfum. Þá mældist hann 19 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 í Vestdal við Seyðisfjörð. Trausti segir í færslu sinni að hann muni varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn, líklega á um 200 stöðvum.Hlýja loftið komið langt að Þorsteinn Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn eigi eftir að staðfesta öll hitametin en það sé ljóst að fullt af metum hafi verið slegin. „Þetta eru óvenjuleg hlýindi í byrjun desember,“ segir Þorsteinn. Nú sé hins vegar að fara að kólna. „Þessi hausthiti hann er á förum núna. Við förum yfir í norðanáttir og kulda og svolítinn lægðagang næstu dagana.“ Þá ritar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um uppruna hlýja loftsins á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir loftið langt að komið: „Á föstudag var það nærri yfirborði suður undir 30°N djúpt vestur af Kanaríeyjum. Á fullveldisdaginn (sunnudag) barst það yfir Azoreyjar. Áfram nærri yfirborði, en með fallandi loftvog í vestri og aukinni SSV-átt í öllum hæðum veðrahvolfs fór það hratt yfir síðasta spölinn og við sjáum á blá ferlinum að ögnin okkar lyftist í hærri hæðir þegar loftið nálgaðist Íslandsstrendur. Áhrif fjallanna, en uppstreymi kom líka til á stóru svæði vegna veðurstöðunnar. Þó loftið kólni með hæð "varðveitir" það bísna vel á svo fáum dögum varma sinn og komist það aftur niður raungerist þægilegur hiti þess á mælum eins og sást í gær á Kvískerjum þegar þar mældust rúmar 19,7°C. Eins 19,0 á Borgarfirði eystra og 18,7 á Seyðisfirði.“Færslu Einars og þar með myndina sem hann vísar til má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira