Mikilvægi tungumála í atvinnulífinu Birna Arnbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:00 Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar