Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2019 19:00 Framkvæmdastjórinn heilsar forsætisráðherra Spánar í Madríd í dag. Vísir/AP Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. Guterres sagði að þótt loforðin um kolefnishlutleysi fyrir 2050 hafi verið góð sé hann ósáttur við þá aðila sem hafa ekki tekið þátt. „Það sem veldur mér vonbrigðum eru þau sem hafa ekki skuldbundið sig og því miður stöndum við enn frammi fyrir alvarlegu vandamáli varðandi þau sem menga mest. Það er algerlega nauðsynlegt að þau sem menga mest 2020 sætti sig við þá hugmynd að þau verði að draga verulega úr útblæstri á næstu áratugunum og verði orðin kolefnishlutlaus árið 2050,“ bætti hann við. Í opnunarávarpi sínu sagði framkvæmdastjórinn svo að eitt helsta markmið fundarins væri að undirbúa ríki heims undir nýja aðgerðaráætlun sem á að líta dagsins ljós á næsta ári. Nýir leiðtogar Evrópusambandsins voru á meðal þeirra sem tóku til máls í dag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði stefnt að meiriháttar, sjálfbærum fjárfestingum. „Við munum leggja fram evrópska áætlun um sjálfbærar fjárfestingar sem mun tryggja fjárfestingar upp á eina trilljón evra næsta áratuginn,“ sagði hún. Og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, var í baráttuhug. „Við höfum komið plánetunni okkar niður á hnén. Núna verðum við að gerbreyta því hvernig við gerum hlutina.“ Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. Guterres sagði að þótt loforðin um kolefnishlutleysi fyrir 2050 hafi verið góð sé hann ósáttur við þá aðila sem hafa ekki tekið þátt. „Það sem veldur mér vonbrigðum eru þau sem hafa ekki skuldbundið sig og því miður stöndum við enn frammi fyrir alvarlegu vandamáli varðandi þau sem menga mest. Það er algerlega nauðsynlegt að þau sem menga mest 2020 sætti sig við þá hugmynd að þau verði að draga verulega úr útblæstri á næstu áratugunum og verði orðin kolefnishlutlaus árið 2050,“ bætti hann við. Í opnunarávarpi sínu sagði framkvæmdastjórinn svo að eitt helsta markmið fundarins væri að undirbúa ríki heims undir nýja aðgerðaráætlun sem á að líta dagsins ljós á næsta ári. Nýir leiðtogar Evrópusambandsins voru á meðal þeirra sem tóku til máls í dag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði stefnt að meiriháttar, sjálfbærum fjárfestingum. „Við munum leggja fram evrópska áætlun um sjálfbærar fjárfestingar sem mun tryggja fjárfestingar upp á eina trilljón evra næsta áratuginn,“ sagði hún. Og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, var í baráttuhug. „Við höfum komið plánetunni okkar niður á hnén. Núna verðum við að gerbreyta því hvernig við gerum hlutina.“
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira