Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2019 08:26 Hage Geingob, forseti Namibíu, mætir á kjörstað á miðvikudag. Vísir/AP Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Sjá meira
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15