Vinsæl tegund af jólatrjám veðurteppt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:49 Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn. Jól Veður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn.
Jól Veður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira