Fjölþætt verkefni - Ekkert fjármagn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. desember 2019 17:00 Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur um margra ára skeið unnið í þágu dómþola og aðstandenda þeirra. Starfið hefur að langmestu leyti verið á herðum sjálfboðaliða og með vitundarvakningu í málaflokknum hefur verkefnum fjölgað gríðarlega milli ára og keyrt um þverbak í ár, á sama tíma og félagið er að laga sig að breyttu tekjumódeli en Afstaða reiðir sig nú eingöngu á styrki og rukkar engin félagsgjöld. En þrátt fyrir að félagið vinni stöðugt með skjólstæðinga sveitarfélaga landsins og sinni í raun störfum einnig fyrir Fangelsismálastofnun, ráðuneytin, skólakerfið og lögreglu þá styður hvorki ríkið né langflest sveitarfélög Afstöðu á nokkurn hátt. Og það þrátt fyrir síendurtekin og fögur fyrirheit. Á það skal bent að Afstaða mætti auknum verkefnum með því að opna skrifstofu snemma árs 2018 þar sem aðstaða er fyrir viðtöl við sérfræðinga sem félagið hefur leitað til og að auki þrjú herbergi sem hugsuð voru sem neyðargistiaðstaða fyrir þá sem ekki höfðu þak yfir höfuðið að lokinni afplánun. Á skrifstofunni hafa viðtöl verið veitt og unnið ötullega að ýmsum verkefnum sem snúa að réttindamálum fanga og aðstandenda þeirra. Aðstandendum sem leita til Afstöðu hefur sérstaklega fjölgað en hjá félaginu hljóta þeir ráðgjöf og fá upplýsingar um málefni ættingja í fangelsum. Þetta er þjónusta sem ekki annars er í boði. Þá heldur félagið út heimasíðu og er virkt á helstu samfélagsmiðlum þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með því helsta sem er að gerast í málaflokknum. Fyrrverandi fangar hafa getað komið á skrifstofuna vegna atvinnumála en samstarf hefur verið við Vinnumálastofnun um aðstoð við atvinnuleit, starfsþjálfun og að finna námskeið við hæfi. Sama á við húsnæðismál en óskandi er að framhald verði á því starfi sem í bígerð er varðandi búsetuúrræði fyrrverandi fanga. Þar strandar á fjármögnun. Lögmenn eiga flestir í góðu sambandi við Afstöðu og hefur félagið oft aðstoðað vegna mála sem snerta stjórnsýslu fangelsanna. Fréttamenn hringja stundum oft á dag og stundum því miður ekki nógu oft. Þá óska þingmenn stjórnarandstöðunnar - hverju sinni - reglulega eftir fundum til að fara yfir hvað þurfi að bæta og um hvað ætti að spyrja ráðherra. Fulltrúar Afstöðu sækja fangelsin heim og vinna að brýnum verkefnum fyrir einstaka fanga og hópinn í heild sinni. Að sama skapi er fundað með Fangelsismálastjóra í hverjum mánuði, fulltrúum Verndar reglulega og einnig Rauða krossinum. Reynslan innan félagsins er dýrmæt og hagsmunaaðilar átta sig á því. Umboðsmaður Alþingis hefur sett sig í samband við félagið bæði vegna einstakra tilvika og frumkvæðisathugunar embættisins. Þá skilar Afstaða inn umsögnum og greinargerðum til Alþingis - og einstakra þingmanna - vegna frumvarpa og þingsályktunartillaga. Sú vinna hefur einmitt aukist verulega undanfarin misseri vegna breytinga á lögum sem tengjast fangelsismálum. Fulltrúar Afstöðu hafa einnig haldið fyrirlestra um fangelsismál við hin ýmsu tilefni, t.d. skólum, morgunverðafundum og við ráðstefnur. Sem áður segir þá hefur þeim sem leita til Afstöðu fjölgað verulega. Fulltrúar félagsins eru hvern dag í samskiptum við fanga í afplánun og á sama tíma að vinna pappírsvinnu fyrir aðra. Og er þá ónefndur neyðarsími Afstöðu en þangað hringja fangar, fyrrverandi fangar og aðstandendur þegar þau þurfa, sérstaklega í angist, ringulreið og sjálfsvígshugleiðingum. Til þess að ná utan um öll verkefnin þarf fólk með hugsjón og innan Afstöðu starfar hugsjónarfólk. En það þarf einnig fjármagn og þar eiga ríki og sveitarfélög að gera betur. Gera eitthvað!Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hefur um margra ára skeið unnið í þágu dómþola og aðstandenda þeirra. Starfið hefur að langmestu leyti verið á herðum sjálfboðaliða og með vitundarvakningu í málaflokknum hefur verkefnum fjölgað gríðarlega milli ára og keyrt um þverbak í ár, á sama tíma og félagið er að laga sig að breyttu tekjumódeli en Afstaða reiðir sig nú eingöngu á styrki og rukkar engin félagsgjöld. En þrátt fyrir að félagið vinni stöðugt með skjólstæðinga sveitarfélaga landsins og sinni í raun störfum einnig fyrir Fangelsismálastofnun, ráðuneytin, skólakerfið og lögreglu þá styður hvorki ríkið né langflest sveitarfélög Afstöðu á nokkurn hátt. Og það þrátt fyrir síendurtekin og fögur fyrirheit. Á það skal bent að Afstaða mætti auknum verkefnum með því að opna skrifstofu snemma árs 2018 þar sem aðstaða er fyrir viðtöl við sérfræðinga sem félagið hefur leitað til og að auki þrjú herbergi sem hugsuð voru sem neyðargistiaðstaða fyrir þá sem ekki höfðu þak yfir höfuðið að lokinni afplánun. Á skrifstofunni hafa viðtöl verið veitt og unnið ötullega að ýmsum verkefnum sem snúa að réttindamálum fanga og aðstandenda þeirra. Aðstandendum sem leita til Afstöðu hefur sérstaklega fjölgað en hjá félaginu hljóta þeir ráðgjöf og fá upplýsingar um málefni ættingja í fangelsum. Þetta er þjónusta sem ekki annars er í boði. Þá heldur félagið út heimasíðu og er virkt á helstu samfélagsmiðlum þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem vilja fylgjast með því helsta sem er að gerast í málaflokknum. Fyrrverandi fangar hafa getað komið á skrifstofuna vegna atvinnumála en samstarf hefur verið við Vinnumálastofnun um aðstoð við atvinnuleit, starfsþjálfun og að finna námskeið við hæfi. Sama á við húsnæðismál en óskandi er að framhald verði á því starfi sem í bígerð er varðandi búsetuúrræði fyrrverandi fanga. Þar strandar á fjármögnun. Lögmenn eiga flestir í góðu sambandi við Afstöðu og hefur félagið oft aðstoðað vegna mála sem snerta stjórnsýslu fangelsanna. Fréttamenn hringja stundum oft á dag og stundum því miður ekki nógu oft. Þá óska þingmenn stjórnarandstöðunnar - hverju sinni - reglulega eftir fundum til að fara yfir hvað þurfi að bæta og um hvað ætti að spyrja ráðherra. Fulltrúar Afstöðu sækja fangelsin heim og vinna að brýnum verkefnum fyrir einstaka fanga og hópinn í heild sinni. Að sama skapi er fundað með Fangelsismálastjóra í hverjum mánuði, fulltrúum Verndar reglulega og einnig Rauða krossinum. Reynslan innan félagsins er dýrmæt og hagsmunaaðilar átta sig á því. Umboðsmaður Alþingis hefur sett sig í samband við félagið bæði vegna einstakra tilvika og frumkvæðisathugunar embættisins. Þá skilar Afstaða inn umsögnum og greinargerðum til Alþingis - og einstakra þingmanna - vegna frumvarpa og þingsályktunartillaga. Sú vinna hefur einmitt aukist verulega undanfarin misseri vegna breytinga á lögum sem tengjast fangelsismálum. Fulltrúar Afstöðu hafa einnig haldið fyrirlestra um fangelsismál við hin ýmsu tilefni, t.d. skólum, morgunverðafundum og við ráðstefnur. Sem áður segir þá hefur þeim sem leita til Afstöðu fjölgað verulega. Fulltrúar félagsins eru hvern dag í samskiptum við fanga í afplánun og á sama tíma að vinna pappírsvinnu fyrir aðra. Og er þá ónefndur neyðarsími Afstöðu en þangað hringja fangar, fyrrverandi fangar og aðstandendur þegar þau þurfa, sérstaklega í angist, ringulreið og sjálfsvígshugleiðingum. Til þess að ná utan um öll verkefnin þarf fólk með hugsjón og innan Afstöðu starfar hugsjónarfólk. En það þarf einnig fjármagn og þar eiga ríki og sveitarfélög að gera betur. Gera eitthvað!Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar