Hafið þið einhver áhrif? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. desember 2019 07:00 Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun