Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:11 Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður. Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“