Einkabíllinn er dauður Sævar Þór Jónsson skrifar 13. desember 2019 14:15 Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Sævar Þór Jónsson Umhverfismál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég verið með bíladellu á háu stigi. Hið óheflaða frelsi einkabílsins var svo heillandi. Með hækkandi aldri óx eftirlöngun mín eftir því að eignast mitt eigið ökutæki og eignaðist ég það snemma á fullorðinsaldri. Áður en langt var um liðið var ég orðinn forfallinn bíladellukarl. Sólundaði ég óteljandi stundum ýmist við að dútla við skrjóða eða á bílastæðum helstu bílasala bæjarins að svipast um eftir bílum. Ég er jú eins og flestir sem hafa dálæti af bílnum. Forhertur bíladellukall líkt og ég á erfitt með að gera mér í hugarlund þá framtíð sem í vændum er, án hins ljúfa anga bensínsins eða díselolíunnar. Maður sem alla tíð hefur haft einstakt dálæti á bílum og öðrum bollaleggingum um vélarstærðir sem og flestu öðru er viðkemur ökutækjum. Sú framtíð sem er í vændum á erfitt með að finna sér átyllu í hugarheimi mínum. Hvað þá þegar við verðum orðin umkringd pískrandi rafknúnum ökutækjum. Eitt er þó ljóst, eins erfitt og það kann að vera að viðurkenna, og þá einkum fyrir kall eins og mig, endalok einkabílsins eru í aðsigi. Orrustan um einkabílinn er fyrir bí, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ökutæki knúin bensíni eða dísel heyra brátt sögunni til. Gleypt af sömu örlögum og fararskjótar fyrri alda. Stund viðurkenningar er núna, við verðum að slást í för með tíðarandanum og auknum kröfum um að umhverfið skuli njóta vafans. En nú er tími orkuskipta runninn upp. Í takt við auknar kröfur um vernd umhverfisins og umhverfisvænni og endurnýjanlega orkugjafa hvílir á okkur skylda og ábyrgð, okkar allra, að gæta hagsmuna framtíðar. Annað leyfist okkur ekki. Í ljósi þeirra stakkaskipta og þróunar sem samfélag okkar stendur frammi fyrir verðum við, fyrst við erum á annað borð hafin handa, að stíga tvö skref áfram í stað eins, og óheimila notkun þeirra ökutækja sem ganga alfarið fyrir bensíni eða dísel, nema í undantekningartilfellum. Banna innflutning og notkun slíkra tækja verður að vera raunhæfur möguleiki ef við ætlum að ná markmiðum okkar í umhverfismálum. Það þarf í reynd að gerast innan mjög fárra ára. Höldum ótrauð áfram hvatasköpuninni og komum flota okkar alfarið yfir í endurnýtanlega orku. Verum óhrædd við að ganga lengra og setjum okkur háleit markmið um úreldingu hins úrelta flota og greiðum leið þeirra sem kjósa umhverfisvænni ökutæki, og þá fyrst og fremst efnahagslega. Setjum okkur áætlun og stöndum við hana. Stefnum á, jafnvel innan 5 ára, að vera eingöngu með bílaflota sem knúinn er áfram af rafmagni eða tvígengisvélum. Verum frumkvöðlar sem þjóð í þessum orkuskiptum. Staðreyndin er sú að einkabílinn í óbreyttri mynd hefur ekið sinn hinsta veg hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki leyft okkur að nýta einkabílinn eins og hann er nýttur í dag nema að farið sé í kerfilegar breytingar sem ganga út á það að við nýtum umhverfisvænni kosti þegar kemur að einkabílnum og öðrum farartækjum. Stjórnvöld verða að stíga þessi skref með ívilunum og með reglusetningu. Þá þurfa bílaumboðin að stíga skref að umbreytingu sem snýr að því að bjóða eingöngu upp á kosti sem eru umhverfisvænir.Höfundur er lögmaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun