Tilboð, tilboð! Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2019 10:00 Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun