Eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi undanfarnar fjórar nætur hefur Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, verið útskrifaður og er aftur kominn í faðm Elísabetar í Sandringham-höll í Norfolk. BBC greinir frá.
Filippus sem er 98 ára gamall var færður á sjúkrahús Játvarðar VII í London samkvæmt ráðleggingum einkalæknis hans sem fyrirbyggjandi aðgerð.
Hertoginn af Edinborg dró sig úr sviðsljósinu í ágúst 2017 og hefur ekki sést opinberlega síðan í brúðkaupi lafði Gabríellu Windsor í maí síðastliðnum.
Filippus útskrifaður af sjúkrahúsi
