Fleiri sem þurfa að neita sér um tannlæknisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:54 Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju. Vísir/vilhelm Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn. Heilbrigðismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn.
Heilbrigðismál Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent