Byrjað að opna vegi og jólaveðrið lítur vel út Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 06:54 Frá Ljósavatnsskarði í vikunni. Lögreglan Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Þá er nú verið að moka allar helstu leiðir og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði hægt að opna fyrir umferð upp úr klukkan átta. Þá er tekið að lægja eftir vindasama daga og von á góðu jólaveðri. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er enn lokað um Þverárfjall, Siglufjarðarveg og Víkurskarð nú á sjöunda tímanum. Vegfarendum er jafnframt bent á að víðast hvar er vetrarfærð á Norðurlandi. Þá er verið að moka yfir Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi en vegurinn um Hólasand er lokaður. Á Austurlandi er víða vetrarfærð en greiðfært sunnan Reyðarfjarðar. Þá er vegfarendum á Suðausturlandi bent á að klæðning hafi fokið af kafla af veginum við Lómagnúp og þeir beðnir að fara varlega.Töluvert snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í fyrradag. Vegurinn var opinn yfir daginn í gær en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu. Stórhríð var á svæðinu nú fram undir morgun en Vegagerðin hætti að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í gærkvöldi. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar. Útlitið gott fyrir þá sem óska sér hvítra jóla Eftir vindasama daga er nú búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Þá verður snjókoma eða él viðloðandi við noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. „Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla. Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Þá er nú verið að moka allar helstu leiðir og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði hægt að opna fyrir umferð upp úr klukkan átta. Þá er tekið að lægja eftir vindasama daga og von á góðu jólaveðri. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er enn lokað um Þverárfjall, Siglufjarðarveg og Víkurskarð nú á sjöunda tímanum. Vegfarendum er jafnframt bent á að víðast hvar er vetrarfærð á Norðurlandi. Þá er verið að moka yfir Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi en vegurinn um Hólasand er lokaður. Á Austurlandi er víða vetrarfærð en greiðfært sunnan Reyðarfjarðar. Þá er vegfarendum á Suðausturlandi bent á að klæðning hafi fokið af kafla af veginum við Lómagnúp og þeir beðnir að fara varlega.Töluvert snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í fyrradag. Vegurinn var opinn yfir daginn í gær en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu. Stórhríð var á svæðinu nú fram undir morgun en Vegagerðin hætti að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í gærkvöldi. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar. Útlitið gott fyrir þá sem óska sér hvítra jóla Eftir vindasama daga er nú búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Þá verður snjókoma eða él viðloðandi við noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. „Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla. Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira