Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi Sandra B. Franks skrifar 30. desember 2019 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun