„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 13:40 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira