Friðarbarátta skilgreind sem föðurlandssvik Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. maí 2020 11:00 Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun