Friðarbarátta skilgreind sem föðurlandssvik Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. maí 2020 11:00 Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði síðan var Rami Aman, baráttumaður fyrir friði, handtekinn af Hamas-samtökunum á Gazasvæðinu. Hvað hafði hann gert af sér? Hann hafði skipulagt Zoom-fund með nokkrum Ísraelsmönnum til að ræða opinskátt um ástandið á Gaza. Í fimm ár hafði Aman, ásamt smáum hópi friðaraðgerðarsinna, skipulagt myndsamtöl við Ísraelsmenn undir yfirskriftinni „Skyping with the Enemy“ í þeirri von að tengslin sem mynduðust yrðu grunnurinn að friðsamlegum samskiptum í framtíðinni. Zoom-fundurinn þann 6. apríl var sóttur af yfir 200 manns og ræddu fundargestir meðal annars einangrunina á Gazasvæðinu og hættuna sem stafaði af kórónuveirunni. Upptaka af fundinum vakti athygli Hind Khoudary, en hún hefur starfað sem fréttakona fyrir Russia Today og Middle East Eye, og sem ráðgjafi hjá Amnesty International. Þann 9. apríl tók hún sig til og benti þremur fulltrúum Hamas-samtakanna á upptökuna. Í kjölfarið var Aman handtekinn, ásamt nokkrum öðrum þátttakendum.1 En hvers vegna vakti þessi fundur svona hörð viðbrögð? Útskýringin er í senn einföld og sorgleg. Khoudary lét afstöðu sína í ljós á Electronic Intifada – vefmiðli sem dregur nafn sitt frá ofbeldisfullum uppreisnum sem hafa átt sér stað víða um Arabaheiminn. Þar ásakar hún Aman um það sem palestínsk yfirvöld kalla „normalization“ en það orð er notað um öll uppbyggileg samskipti sem Palestínumenn gætu átt við Ísraelsmenn. Hún bætti við: „Í mínum huga er ekki til verri synd.“ Að lokum sagði hún: „Að banna virkni af því tagi sem Aman tekur þátt í gæti leitt til breytinga. Þess vegna vakti ég athygli fulltrúanna.“ Orð hennar bera vitni um einstrengingslega „allt eða ekkert“ afstöðu til deilunnar sem á að fyrirbyggja það að nokkur vinskapur myndist milli deiluaðilanna. Með afstöðu sinni hafa Khoudary og skoðanasystkini hennar skotið loku fyrir einu leiðina sem gæti nokkurn tíma stuðlað að varanlegum friði á svæðinu. Eftir að málið komst upp skrifaði Hollandsdeild Amnesty á Twitter að Hind Khoudary hafi ekki starfað fyrir Amnesty í einhvern tíma: „Hennar persónulegu skoðanir og gjörðir eru ekki í nafni Amnesty-samtakanna.“ Það var hins vegar ekki fyrr en þann 6. maí sem samtökin gerðu athugasemdir við handtökurnar, en þá sendu þau loks frá sér yfirlýsingu þar sem þær voru fordæmdar. Að lögfræðingi undanskildum, hefur enginn mátt heimsækja Aman síðan hann var handtekinn en að sögn yfirvalda á Gazasvæðinu er það af heilsufarsástæðum.2 Palestínsk yfirvöld og einstaklingar eins og Hind Khoudary eru ekki ein um það að vera andstæð uppbyggilegum samskiptum við Ísraelsmenn. Þetta er sömuleiðis stefna samtakanna sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Þeim þykir skárra að vita af Palestínumönnum atvinnulausum heldur en að þeir vinni fyrir ísraelsk fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að þetta sé afstaða allra Palestínumanna. Því til stuðnings má vísa í orð Amans frá fundinum örlagaríka: „Ég er viss um að ef ég hefði hátalara og segði úti á götu á almannafæri – „tölum við Ísraelsmann“ – þá myndu þúsundir manns vera hérna.“ En miðað við það sem á undan hefur gengið er líklega langt í það að Rami Aman fái þann draum uppfylltan. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://www.amnesty.org/download/Documents/MDE2122482020ENGLISH.PDF 2 https://www.nytimes.com/aponline/2020/05/07/world/middleeast/ap-ml-palestinians-arrests.html?searchResultPosition=1
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun