Liðsfélagar Michael Jordan hjá Chicago Bulls voru hræddir við hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2020 14:00 Michael Jordan var óhræddur við það að láta félaga sína í Chicago Bulls heyra það og þá sérstaklega á æfingum liðsins. Getty/Sporting News Við fengum að vita meira um liðsfélagann Michael Jordan í sjöunda þættinum af „The Last Dance“ sem var frumsýndur í Bandaríkjunum í nótt. Auk þess að fjalla um morðið á föður Jordan og hafnaboltaævintýrið í þætti sjö þá var einnig reynt að komast að því hvernig það var að spila í sama liði og besti körfuboltamaður heims. Einn af þeim sem sögðu frá sinni upplifun af því að spila og æfa með Michael Jordan var litli framherjinn Jud Buechler sem var á bilinu 26 til 29 ára þegar hann spilaði við hlið MJ. Michael Jordan var harður húsbóndi og setti mikla pressu á liðsfélaga sína. Það komst enginn upp með annað en gefa allt sitt hvort sem það væri á æfingum eða í leikjum. „Fólk var hrætt við hann. Við vorum liðsfélagar hans og við vorum hræddir við hann. Þetta var bara ótti. Hræðslan við MJ var mikil,“ sagði Jud Buechler í þættinum eins og sjá má hér fyrir neðan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020 Jud Buechler kom til Chicago Bulls á meðan Michael Jordan vann upptekinn við það að spila hafnabolta en var með liðinu í þremur síðustu meistaratitlinum frá 1996 til 1998. Jud Buechler spilaði alls 281 deildarleik með Chicago Bulls og var með 3,0 stig að meðaltali á 9,5 mínútum í leik. Tölur hans uppfærðar á 36 mínútur hefðu verið 11,3 stig, 5,6 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jud Buechler fór til Detroit Pistons frá Chicago Bulls eftir 1997-98 tímabilið og lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni með Orlando Magic árið 2002. NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Við fengum að vita meira um liðsfélagann Michael Jordan í sjöunda þættinum af „The Last Dance“ sem var frumsýndur í Bandaríkjunum í nótt. Auk þess að fjalla um morðið á föður Jordan og hafnaboltaævintýrið í þætti sjö þá var einnig reynt að komast að því hvernig það var að spila í sama liði og besti körfuboltamaður heims. Einn af þeim sem sögðu frá sinni upplifun af því að spila og æfa með Michael Jordan var litli framherjinn Jud Buechler sem var á bilinu 26 til 29 ára þegar hann spilaði við hlið MJ. Michael Jordan var harður húsbóndi og setti mikla pressu á liðsfélaga sína. Það komst enginn upp með annað en gefa allt sitt hvort sem það væri á æfingum eða í leikjum. „Fólk var hrætt við hann. Við vorum liðsfélagar hans og við vorum hræddir við hann. Þetta var bara ótti. Hræðslan við MJ var mikil,“ sagði Jud Buechler í þættinum eins og sjá má hér fyrir neðan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020 Jud Buechler kom til Chicago Bulls á meðan Michael Jordan vann upptekinn við það að spila hafnabolta en var með liðinu í þremur síðustu meistaratitlinum frá 1996 til 1998. Jud Buechler spilaði alls 281 deildarleik með Chicago Bulls og var með 3,0 stig að meðaltali á 9,5 mínútum í leik. Tölur hans uppfærðar á 36 mínútur hefðu verið 11,3 stig, 5,6 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jud Buechler fór til Detroit Pistons frá Chicago Bulls eftir 1997-98 tímabilið og lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni með Orlando Magic árið 2002.
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum