Saman í sókn um allt land Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. maí 2020 19:30 Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar