Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 11:00 Michael Jordan gaf engan afslátt hvorki af frammistöðu sinni eða af því að pressa á frammistöðu liðsfélaga sinna hjá Chicago Bulls. Vísir/Getty Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira