Handtekinn grunaður um morð eftir 32 ára baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 09:25 Scott Johnson var 27 ára þegar hann lést. Hann var Bandaríkjamaður og stundaði doktorsnám í stærðfræði við Cambridge-háskóla. Tveimur árum áður en hann lést flutti hann frá Bandaríkjunum til kærasta síns í Ástralíu. Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan. Ástralía Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan.
Ástralía Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira