Katrín við CNN: Ísland að ná tökum á veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 19:50 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar vegna breytinga á ferðatakmörkunum í dag. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins í júní. Þá er stefnt að því að ferðamenn sem koma til landsins verði skimaðir fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli þannig að þeir þurfi ekki að fara í tveggja vikna sóttkví reynist sýni neikvætt. Katrín var gestur Christiane Amanpour, þáttastjórnanda CNN, í tilefni af þessu í dag. Lofaði Amanpour góðan árangur Íslands gegn veirunni og spurði forsætisráðherra hver staðan á faraldrinum væri nú. „Við erum hægt og rólega að ná stjórninni en við erum augljóslega meðvituð um að það gæti komið bakslag, að þetta gæti komið upp aftur,“ sagði Katrín og vísaði til þess að ekkert nýtt smit hefði nú greinst fimm daga í röð. Iceland s Prime Minister @katrinjak tells me that, after five consecutive days with no new infections reported, we have the virus under control. The country plans to lift its travel restrictions and welcome tourists back as early as next month. pic.twitter.com/p6FMY0oZzo— Christiane Amanpour (@camanpour) May 12, 2020 Amanpour spurði Katrínu hvers vegna byrjað hefði verið að skima fyrir kórónuveirunni þegar í lok janúar þrátt fyrir að fyrsta smitið hefði ekki greinst á Íslandi fyrr en um mánuði síðar. Katrín sagði að vitað hafi verið að veiran væri á leiðinni og því hafi undirbúningur verið hafinn í janúar. Náið samstarf hafi átt sér staða á milli stjórnvalda, lýðheilsuyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar um fjöldaskimanir, bæði á fólki með og án einkenna. „Við höfum reynt mætt veirunni með rannsóknum, með því að reiða okkur á vísindamennina okkar, heilbrigðissérfræðinga og lækna og læra meira og meira um veiruna og hvernig við getum barist gegn henni,“ sagði forsætisráðherra. Bar Amanpour viðbrögð stjórnmálamanna og almennings í Bandaríkjunum saman við það sem hefði gerst á Íslandi. Í Bandaríkjunum stæði yfir hatrammar deilur um viðbrögð við faraldrinum en á Íslandi hafi almenningur almennt hlýtt tilmælum stjórnvalda. Vísaði Katrín til þess að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að hlusta á vísindamenn og fylgja ráðum þeirra. Þá hafi verið reynt að hafa ferlið eins gegnsætt og mögulegt var með reglulegum upplýsingafundum með sérfræðingum sem gátu svarað mörgum spurningum fólks. Ísland hefði grætt á því að vera lítil þjóð þegar kom að rakningu smita en hún hafi þó kostað mikla vinnu. Boðaði Katrín að áfram yrði haldið með skimun, rakningu og félagsforðun á Íslandi. „Það sem við höfum gert er að fylgja ráðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, nýta okkur að við erum lítil eyja með tiltölulega fátt fólk þannig að þetta er viðráðanlegt verkefni, að minnsta kosti hér á Íslandi,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins í júní. Þá er stefnt að því að ferðamenn sem koma til landsins verði skimaðir fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli þannig að þeir þurfi ekki að fara í tveggja vikna sóttkví reynist sýni neikvætt. Katrín var gestur Christiane Amanpour, þáttastjórnanda CNN, í tilefni af þessu í dag. Lofaði Amanpour góðan árangur Íslands gegn veirunni og spurði forsætisráðherra hver staðan á faraldrinum væri nú. „Við erum hægt og rólega að ná stjórninni en við erum augljóslega meðvituð um að það gæti komið bakslag, að þetta gæti komið upp aftur,“ sagði Katrín og vísaði til þess að ekkert nýtt smit hefði nú greinst fimm daga í röð. Iceland s Prime Minister @katrinjak tells me that, after five consecutive days with no new infections reported, we have the virus under control. The country plans to lift its travel restrictions and welcome tourists back as early as next month. pic.twitter.com/p6FMY0oZzo— Christiane Amanpour (@camanpour) May 12, 2020 Amanpour spurði Katrínu hvers vegna byrjað hefði verið að skima fyrir kórónuveirunni þegar í lok janúar þrátt fyrir að fyrsta smitið hefði ekki greinst á Íslandi fyrr en um mánuði síðar. Katrín sagði að vitað hafi verið að veiran væri á leiðinni og því hafi undirbúningur verið hafinn í janúar. Náið samstarf hafi átt sér staða á milli stjórnvalda, lýðheilsuyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar um fjöldaskimanir, bæði á fólki með og án einkenna. „Við höfum reynt mætt veirunni með rannsóknum, með því að reiða okkur á vísindamennina okkar, heilbrigðissérfræðinga og lækna og læra meira og meira um veiruna og hvernig við getum barist gegn henni,“ sagði forsætisráðherra. Bar Amanpour viðbrögð stjórnmálamanna og almennings í Bandaríkjunum saman við það sem hefði gerst á Íslandi. Í Bandaríkjunum stæði yfir hatrammar deilur um viðbrögð við faraldrinum en á Íslandi hafi almenningur almennt hlýtt tilmælum stjórnvalda. Vísaði Katrín til þess að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að hlusta á vísindamenn og fylgja ráðum þeirra. Þá hafi verið reynt að hafa ferlið eins gegnsætt og mögulegt var með reglulegum upplýsingafundum með sérfræðingum sem gátu svarað mörgum spurningum fólks. Ísland hefði grætt á því að vera lítil þjóð þegar kom að rakningu smita en hún hafi þó kostað mikla vinnu. Boðaði Katrín að áfram yrði haldið með skimun, rakningu og félagsforðun á Íslandi. „Það sem við höfum gert er að fylgja ráðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, nýta okkur að við erum lítil eyja með tiltölulega fátt fólk þannig að þetta er viðráðanlegt verkefni, að minnsta kosti hér á Íslandi,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43
Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52