Sjötugur unglingur Tómas Guðbjartsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Menning Tónlist Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun