Höskuldur um bróðurmissinn: „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta" Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 07:00 Höskuldur fagnar marki gegn Fylki síðasta sumar. Skjáskot/Stöð 2 Sport Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs
Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Sjá meira