Höskuldur um bróðurmissinn: „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta" Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 07:00 Höskuldur fagnar marki gegn Fylki síðasta sumar. Skjáskot/Stöð 2 Sport Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs
Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira