Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir vestanvert- og sunnanvert landið í dag. Spáð er vaxandi norðaustanátt í dag sem mun ná í 15 til 25 metra á sekúndu eftir hádegi. Hvassast verður syðst. Él verður víða en úrkomulítið á suðvestanverðu landinu.
Í kvöld og í nótt mun svo bæta í vind og ofankomu með norðaustan stormi eða roki víða á morgun með talsverðri snjókomu og skafrenningi.
Annað kvöld mun þó hlýna og fara að rigna um landið sunnan- og austanvert.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hvassast verði undi Eyjafjöllum og í Öræfum. Líkur séu á að færð geti spillst í flestum landshlutum á morgun.