Heimurinn eftir kórónuveiruna Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2020 15:39 Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í The New York Times þann 17. mars bendir dálkahöfundurinn Thomas L. Friedman á að greinileg vatnaskil muni verða á milli veruleikans „fyrir kórónuveiruna“ og veruleikans „eftir kórónuveiruna. Þetta er í takt við orðræðuna á þeim þremur vikum sem liðið hafa síðan grein Friedmans var birt. Það bendir flest til þess að faraldurinn muni hafa afdrifaríkari áhrif en bæði hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og efnahagshrunið 2008. Í heimi sem hefur skyndilega skollið í baklás reynir nú á alla þætti mannlegs samfélags; þá sérstaklega á heilbrigðiskerfi, viðskiptalíf og milliríkjasamskipti. Ástandið kallar á að þau kerfi sem eru þegar til staðar séu nýtt til hins ítrasta. Eitt þessara kerfa eru alþjóðleg landamæri. Ákveðinn hópur Vesturlandabúa – t.d. þeir sem tilheyra „No Borders“ hreyfingunni – hafa alþjóðleg landamæri ekki í hávegum. Sú afstaða er ekki ný af nálinni, en frægir draumóramenn eins og Charles Chaplin og John Lennon voru meðal talsmanna hennar. Þeir sem tilheyra þessum hópi telja landamæri til þeirra þátta sem koma í veg fyrir að mannkynið sameinist. Þeir sem lengst ganga fullyrða jafnvel að landamæri séu uppfinning valdaklíku sem stjórni heimsmálunum og ali á sundrung. En á tímum sem þessum er auðveldara að gera sér grein fyrir því að það eru góðar og gildar ástæður fyrir tilvist verndarveggja þjóða og annara varúðarráðstafana. Það hefði reyndar verið hægt að virkja landamæri Vesturlanda á mun árangursríkari hátt en var gert í upphafi kórónufaraldursins. Hertar ferðatakmarkanir frá byrjun hefðu gert mikið til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Þetta má t.d. sjá í því fordæmi sem Singapúr setti, en borgríkið hefur sloppið vel miðað við höfðatölu vegna þeirra yfirgripsmiklu aðgerða sem hófust þar strax í lok janúar. En landamæri ríkja hafa engu að síður undanfarið haft úrslitaþýðingu í að bjarga því sem bjargað verður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund óreiðuna sem landamæralaus heimur myndi geta af sér við þessar aðstæður. En landamæri eru ekki einungis gagnleg þegar kemur að sóttvörnum. Þau koma t.d. að gagni við að hefta flutning fórnarlamba mansals og glæpamanna á milli ríkja og heimshluta, og veita yfirvöldum skjól til þess að vernda innlenda framleiðslu. Getan til innlendrar framleiðslu, sérstaklega framleiðslu landbúnaðarafurða, hefur verið vanmetin af ýmsum í íslensku þjóðlífi, en það neyðarástand sem ríkir gæti komið okkur í skilning um mikilvægi ríkisstuðnings við íslenska bændur. Ef flutningsleiðir til landsins lokast til lengri tíma þyrftum við að reiða okkur algjörlega á þessa innviði. Ef þeir væru ekki þegar til staðar tæki við langt og erfitt ferli við að byggja þá upp aftur. Við okkur blasir ókunnur heimur – heimurinn eftir kórónuveiruna. Þótt það sé án vafa jákvætt fyrir ríki heimsins að sameinast í viðskiptatengslum, framförum í vísindum og ýmis konar réttindabaráttu, þá er augljóst að sumum þáttum er skynsamlegt og jafnvel nauðsynlegt að halda aðgreindum. Í hættuástandi er það hluti mannlegs eðlis að huga að því sem stendur manni næst, og við þær aðstæður gerir fólk sér vonandi betur grein fyrir mikilvægi þess að tryggja staðbundna innviði, hvernig sem viðrar, til að geta gripið til þeirra ef alþjóðakerfið bregst.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun