Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:30 Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun