Fjölmiðlasirkus þegar Ronaldinho fór úr fangelsinu inn á lúxus hótel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 14:00 Ronaldinho mætir á lúxushótelið í Asuncion umkringdur fjölmiðlafólki. AP/Jorge Saenz Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns. Fótbolti Paragvæ Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho er sloppinn úr fangelsi eftir að hafa aðeins verið inn í 32 daga af sex mánaða dóm. Hann má samt ekki yfirgefa Paragvæ. Ronaldinho er laus úr fangelsinu í Paragvæ en hann er um leið kominn í annars konar fangelsi. Fjórum klukkutímum eftir að dómari í Paragvæ leyfði Ronaldinho og bróður hans að fá leyfi til að fara í stofufangelsi, í stað þess að vera í alvöru fangelsi, þá mættu þeir bræður og innrituðu sig inn á lúxushótel í Asuncion, höfuðborg Paragvæ. Ronaldinho og bróðir hans Roberto de Assis höfðu borgað samtals 1,3 milljónir punda í tryggingu sem gera 230 milljónir íslenskra króna. Það var mikill fjölmiðlasirkus fyrir framan hótelið þegar Ronaldinho mætti eins og sjá má í þessari frétt hér fyrir neðan. Klippa: Ronaldinho laus úr fangelsi Í fréttinni má sjá dómarann tala við Ronaldinho og bróður hans í gegnum síma og fullvissa sig um að þeir skildu hvað væri í gangi. Að því loknu voru bræðurnir fljótir að drífa sig út úr fangelsinu. Ronaldinho og bróðir hans fengu sex mánaða dóm fyrir að reyna að komast inn í landsliðið á fölsku vegabréfi en brasilísk stjórnvöld höfðu tekið vegabréfið af Ronaldinho fyrir að brjóta umhverfislög heima fyrir. Ronaldinho gæti fengið fimm ára dóm í heimalandinu fyrir að nota falsað vegabréf en Ronaldinho sagði hafa fengið það af gjöf frá brasilíska viðskiptamanninum Wilmondes Sousa Liria sem endaði líka í fangelsi. Ronaldinho fór til Paragvæ til að kynna nýja sjálfsævisögu sína en í hana vantar náttúrulega þetta ævintýri hans. Ronaldinho vakti heimsathygli þegar hann fór á kostum í fótboltaleik innan veggja fangelsisins en í því voru 150 aðrir hættulegir glæpamenn sem höfðu gerst sekir um skelfilega glæpi. Ronaldinho var kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA árin 2004 og 2005 en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Lítið varð úr ferli Ronaldinho eftir það enda þekktari fyrir ljúfa lífið utan vallar en það sem hann skilaði til sinna liða inn á vellinum. Það efast samt enginn knattspyrnuáhugamaður um það að Ronaldinho var algjör listamaður inn á fótboltavellinum þegar hann var á hápunkti ferils síns.
Fótbolti Paragvæ Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn