Aðlögun að nýjum veruleika! Ómar H Kristmundsson skrifar 8. apríl 2020 16:30 Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ómar H. Kristmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar