Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 16:55 Gríðarlegt álag hefur verið á Kóralrifinu mikla vegna óvanalegra hlýinda undanfarnar vikur og mánuði. Kóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hitasveiflum. AP/Randy Bergman Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð. Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð.
Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira