Erlent

Boris fær að fara í stutta göngutúra

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson er á batavegi.
Boris Johnson er á batavegi. Vísir/Getty

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. Hann var fluttur af gjörgæslu í gær og er nú undir eftirliti lækna á spítalanum.

Á vef BBC kemur fram að forsætisráðherrann fari í stutta göngutúra milli þess sem hann hvílir sig. Það sé mikilvægasti þátturinn í bataferlinu að Johnson nái að hvílast sem mest að sögn föður hans.

Þá er hann þakklátur heilbrigðisstarfsfólkinu sem hefur sinnt honum undanfarna daga og segir hann umönnun þeirra vera ótrúlega. Hann var fluttur á sjúkrahús síðustu helgi, tíu dögum eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Boris er sagður vera í góðu standi, hann sé hress en bataferli hans sé á frumstigi.

Tæplega 75 þúsund hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bretlandi. Þá hafa 8.958 látist samkvæmt nýjustu tölum.


Tengdar fréttir

Boris Johnson laus af gjörgæslu

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi.

Boris brattur á gjörgæslunni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×