Börnin geta ekki beðið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. apríl 2020 20:23 Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar