Sannfærður um að Austurríkisfararnir hafi smitast fyrir flugferðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2020 17:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sannfærður um að fólkið hefur smitast fyrir flugferðina heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira