Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 15:14 Boris Johnson þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu. EPA-EFE/PIPPA FOWLES Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. Johnson birti þakkarmyndband á Twitter þar sem hann þakkaði heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir að hafa bjargað lífi sínu. „Ég get ekki þakkað þeim nægilega fyrir. Ég á þeim líf mitt að launa,“ sagði hann og þakkaði hann sérstaklega tveimur hjúkrunarfræðingum sem sinntu honum. Sjá einnig: Þakkar heilbrigðisstarfsfólki fyrir að hafa bjargað lífi sínu „Þegar uppi var staðið fékk líkami minn nægilegt súrefni vegna þess að þær stóðu vaktina alla nóttina og hugsuðu um mig og gripu inn í þegar þess þurfti,“ sagði Johnson. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, mun sinna störfum forsætisráðherra á meðan Johnson einbeitir sér að því að ná fullum bata, að ósk Johnson. Þegar þetta er skrifað hafa 79.885 verið greindir með kórónuveiruna í Bretlandi. Bretland er enn ekki komið yfir versta hjalla faraldursins eins og mörg önnur Evrópuríki sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Nú hafa 10.612 látist af völdum sjúkdómsins í Bretlandi. It is hard to find the words to express my debt to the NHS for saving my life.The efforts of millions of people across this country to stay home are worth it. Together we will overcome this challenge, as we have overcome so many challenges in the past. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/HK7Ch8BMB5— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) April 12, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Boris fær að fara í stutta göngutúra Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er á batavegi eftir kórónuveirusmit. 10. apríl 2020 19:22
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52
Boris brattur á gjörgæslunni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. 8. apríl 2020 20:51