„Búin að fórna of miklu til þess að slaka á“ Sylvía Hall skrifar 13. apríl 2020 18:20 Dominic Raab sinnir störfum Boris Johnson á meðan Johnson jafnar sig eftir kórónuveirusmit. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hyggjast hvorki gera breytingar á núverandi útgöngubanni né öðrum sóttvarnaraðgerðum í bráð. Þetta segir Dominic Raab utanríkisráðherra, sem er staðgengill Boris Johnson forsætisráðherra á meðan hann jafnar sig eftir kórónuveirusmiti. „Við búumst ekki við því að gera neinar breytingar á þeim aðgerðum sem eru í gildi eins og er og við munum ekki gera það fyrr en við erum viss, eins viss og við getum orðið, að slíkar breytingar séu öruggar,“ sagði Raab á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Hann sagði núverandi aðgerðir vera að skila árangri en hápunkti faraldursins væri ekki náð. Því væri mikilvægt að allir héldu áfram að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Höldum þessu áfram, við erum komin of langt, búin að missa of marga ástvini og búin að fórna of miklu til þess að slaka á.“ Sir Patrick Vallance, aðalvísindaráðgjafi yfirvalda, sagði það vera í skoðun hvort hvetja ætti almenning til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Ef það væru sterk rök fyrir því að fólk færi að nota grímur myndu yfirvöld mæla með því. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þó gefið það út að andlitsgrímur sambærilegar þeim sem eru notaðar á sjúkrahúsum ættu að vera geymdar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Óttast að aflétta takmörkunum of snemma Raab áréttaði mikilvægi þess að almenningur væri meðvitaður um að fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Þá væri hætta á því að faraldurinn myndi ná frekari útbreiðslu ef takmörkunum yrði aflétt of snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvatti þjóðir heimsins að fara varlega í það að aflétta takmörkunum næstu vikur og mánuðir. Afleiðingarnar gætu verið alvarlegar og leitt til mun fleiri dauðsfalla en ella. „Ég veit að einhver lönd eru nú þegar að vinna að því að aflétta útgöngubönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill að sjálfsögðu losna við slíkar takmarkanir eins og allir aðrir en á sama tíma gæti það leitt til hættulegs endurriss í faraldrinum,“ sagði Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri stofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14 Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50 Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Boris Johnson útskrifaður af sjúkrahúsi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa legið fárveikur á gjörgæslu vegna Covid-19. Forsætisráðuneytið tilkynnti í dag að hann muni ekki snúa aftur til vinnu strax en hann er enn að jafna sig eftir veikindin. 12. apríl 2020 15:14
Ólafur Ragnar segir ræðu Johnsons sögulega Ólafur telur að páskaræða Boris Johnson, þar sem hann þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands og bresku þjóðinni allri fyrir framlag sitt í baráttunni við Covid-19, verði talin sú merkilegasta frá tímum kórónuveirunnar þegar upp er staðið. 13. apríl 2020 12:50
Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. 13. apríl 2020 17:51
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent